Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss árið 2019 verður haldinn í félagsheimilinu Tíbrá fimmtudaginn 4. apríl klukkan 20:00. Aðalfundur Umf. Selfoss fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Fyrir fundinn verður lögð ársskýrsla félagsins, ársreikningar og fjárhagsáætlun næsta árs. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa eftirtaldir félagar: 1. Framkvæmdastjórn félagsins. 2. Formenn allra deilda félagsins. 3. Gjaldkerar allra deilda félagsins. 4. Auk þess samtals 30 fulltrúar deilda, sem kosnir eru á aðalfundi þeirra eða stjórn tilnefnir skv. ákvörðun aðalfundar deildarinnar, í réttu hlutfalli við iðkendur hverrar deildar á aldrinum 6-16 ára. Hver félagi getur aðeins farið með eitt atkvæði. Hafi deild ekki haldið aðalfund eða sent fullgilt félagatal til aðalstjórnar á tilsettum tíma, eða ársreikningar deildar eru ekki samþykktir á aðalfundi hennar missa allir fulltrúar deildarinnar atkvæðisrétt...
↧