Árleg jólasýning fimleikadeildar Selfoss fór fram laugardaginn 7. desember. Þetta er í 14. skipti sem sýningin er þemabundin og í ár var ákveðið að endursegja Disney-ævintýrið um Aladdín. Alls tóku um 210 börn á aldrinum 4-16 ára þátt í hverri sýningu, en alls voru rúmlega 300 börn sem sýndu á öllum þremur sýningunum. Sýning á borð við þessa tekur langan tíma í undirbúningi, en jólasýningarnefndin var skipuð í september og hefur hún unnið hörðum höndum að sýningunni síðan þá. Síðstu vikur hefur verið nóg að gera hjá nefndinni og allt í lagt til að gera sýninguna sem glæsilegasta. Nefndin samanstendur af sex þjálfurum, en það eru þær Aníta Þorgerður Tryggvadóttir, Kristín Hanna Jóhannesdóttir Margrét Lúðvígsdóttir, Nadía Björt Hafsteinsdóttir, Sigríður Ósk...
↧