Nú í nóvember fór fram Haustmót í fimleikum. Haustmótinu var skipt á tvær helgar, en 16. – 17. nóvember fór fyrri hlutinn fram í Ásgarði í Garðabæ og seinni hluti mótsins fór fram 23. nóvember á Selfossi. Á fyrri hluta mótsins kepptu 3. og 4. flokkur en þar átti Selfoss fimm lið. Tvö lið frá okkur kepptu í 3. flokki en þrjú lið í 4. flokki. Liðin áttu öll góðan keppnisdag, en mörg þeirra eiga mikið inni ennþá og verður því mjög spennandi að fylgjast með þeim í vetur. Á Haustmóti skipast liðin í deildir, sem keppt er eftir út keppnisárið. Úrslitin urðu eftirfarandi: Selfoss 4. flokkur 3 lenti í 12. sæti af 23 liðum og keppir því í B-deildinni...
↧